Keflvíkingar sóla sig á Spáni
Undirbúningur fyrir sumarið á lokastigi
Keflavíkurliðið í knattspyrnu karla er statt á San Pedro del Pinatar á Spáni um þessar mundir
þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök sumarsins í Pepsi-deildinni. Æft hefur verið af fullum krafti og um helgina var veðrið það gott að menn voru orðnir léttklæddir. Það er liðsstjórinn Jón Örvar Arason sem tekur myndir í ferðinni en afar vel fer um hópinn eins og sjá á myndum hér að neðan.
Fleiri myndir má sjá hér í myndasafni á heimasíðu Keflavíkur.
Haraldur Guðmundsson og Hörður Sveinsson gulir og glaðir.
Stjórn og sjúkrarþjálfari njóta blíðunnar meðan strákarnir æfa.
Einar Orri Einarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson.