Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar skoruðu ítrekað í eigið mark
Mánudagur 27. ágúst 2018 kl. 00:30

Keflvíkingar skoruðu ítrekað í eigið mark

Tvö sjálfsmörk Keflavíkur á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu út um möguleika á að minnsta kosti jafntefli í viðureign þeirra við FH í Pepsideild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld.

Keflvíkingar voru sprækari í fyrri hálfleik og áttu góða spretti sem skiluðu sér með marki á 24. mínútu þegar Dagur Dan Þórhallsson skoraði fyrir Keflvíkinga. Steven Lennon jafnaði fyrir gestina tíu mínútum síðar og staðan var jöfn í hálfleik.

Á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu Keflvíkingar út um leikinn - fyrir sjálfa sig. Tvö sjálfsmörk, það fyrra frá Antoni Frey Hauks Guðlaugssyni og það síðara frá Marc McAusland.

Leikur Keflvíkinga var oft með ágætum í kvöld en ólukkan getur vart verið meiri, að skora tvö sjálfsmörk. Þá fannst heimamönnum einnig á sig hallað í dómgæslu leiksins.

Með úrslitum kvöldsins er Keflavík fallið úr Pepsideildinni þrátt fyrir að eiga fjóra leiki eftir. Liðið hefur aðeins fjögur stig.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

 

VF jól 25
VF jól 25