Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar skoða Dana
Mánudagur 27. febrúar 2006 kl. 09:45

Keflvíkingar skoða Dana

Knattspyrnulið Keflavíkur mun á næstunni fá danskan leikmann að nafni Peter Matzen til sín á reynslu, en sá er varnarmaður að upplagi. Samkvæmt heimildum fotbolti.net er leikmaðurinn afar fjölhæfur, en hann er 29 ára og hefur leikið með ýmsum liðum í heimalandi sínu, síðast Vejle.

Í frétt fotbolta.net kemur einnig fram að Keflvíkingar hyggjast reyna að ná samningum við bandaríska bakvörðinn Geoff Miles sem var á mála hjá Haukum í 1. deildinni á síðasta sumri. Miles var til reynslu hjá Keflavík fyrir skemmstu en er nú í heimalandi sínu.

H:fotbolti.net
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024