Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar sigurstranglegri
Fimmtudagur 28. júlí 2005 kl. 12:56

Keflvíkingar sigurstranglegri

FC Etzella verður í það minnsta að gera 5 mörk gegn Keflvíkingum í kvöld ætli þeir sér áfram í UEFA keppninni. Keflvíkingar sigruðu í fyrri viðureign liðanna í Lúxemborg 4-0 og Hörður Sveinsson tók að sér markaskorunina.

Keflavík verður að teljast mun líklegra liðið til að halda áfram í næstu umferð enda 4 mörk mikill munur að vinna upp ásamt því sem Keflavíkurliðið virðist vera að smella saman um þessar mundir.

Guðmundur Viðar Mete og Kenneth Gustafsson hafa ekki leikheimild með Keflvíkingum í kvöld en þeir verða löglegir í næstu umferð keppninnar.

Hvort Hörður Sveinsson slái köppum á borð við Ríkharð Daðason og Hermann Gunnarsson ref fyrir rass kemur í ljós í kvöld en þeir tveir hafa báðir gert 5 mörk í UEFA keppninni, Mihajlo Bibercic er markahæstur með 6 mörk. Hörður hefur þó gert flest mörk Íslendinga í keppninni í einum og sama leiknum.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í kvöld kl. 19:15 og er frítt á völlinn í boði styrktaraðila Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024