Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflvíkingar sigursælir á Möggumóti
  • Keflvíkingar sigursælir á Möggumóti
Miðvikudagur 25. febrúar 2015 kl. 09:36

Keflvíkingar sigursælir á Möggumóti

Fimleikdeild Keflavíkur hélt Möggumótið svokallaða s.l. laugardag í húsi íþróttaakademíunnar en mótið er ætlað stúlkum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fimleikum. Mótið er haldið til heiðurs stofnanda fimleikadeildar Keflavíkur, Margréti Einarsdóttur og hefur verið vel sótt þau ár sem það hefur verið haldið.

150 keppendur frá fjórum liðum voru skráðir til keppni en auk iðkenda frá Keflavík voru keppendur frá Fjölni, Gerplu og Björk.

Keflvíkingar voru sigursælir á mótinu og sigruðu í fjórum af fimm flokkum en aðeins Bjarkarstúlkur náðu gulli gegn þeim í 5. þrepi í eldri flokki.

Emma Jónsdóttir úr Keflavík endaði stigahæst í 5. þrepi og varð því Möggumótsmeistari 2015 en Emma er að stíga uppúr erfiðum handarmeiðslum sem hún varð fyrir á síðasta ári og þykir ljóst að þessi unga stúlka á bjarta framtíð fyrir sér í greininni.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024