Keflvíkingar sigruðu Þórsara
Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum gegn Þórsurum í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla í körfubolta í gærkvöldi. Keflvíkingar náðu strax 14 stiga forystu í 1. leikhluta og stjórnuðu leiknum eftir það. Að lokum hafðist 98-77 sigur og farseðilinn í undanúrslit tryggður. Hjá Keflvíkingum voru bandarísku leikmenn liðsins atkvæðamestir en tölfræði leiksins má sjá hér að neðan.
Keflavík: Darrel Keith Lewis 23, Michael Craion 21/10 fráköst, Valur Orri Valsson 17/8 stoðsendingar, Andri Daníelsson 10/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 5, Guðmundur Jónsson 5/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0.
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 32/10 fráköst, Nemanja Sovic 17/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 7/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 4/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Matthías Orri Elíasson 0.
Dómarar: Jón Bender, Davíð Tómas Tómasson, Halldór Geir Jensson