Keflvíkingar sigruðu meistarana í Hólminum
Keflvíkingar lögðu Snæfell 68-83 í gær í Domnio's deild kvenna í körfubolta í gær. Keflvíkingar fóru með fimm stiga forystu í hálfleik og unnu að lokum góðan baráttusigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum í Stykkishólmi. Eftir fjórar umferðir hafa Keflvíkingar unnið þrjá leiki og tapað einum og sitja á toppi deildarinnar.
Keflavík: Carmen Thomas 19/12 fráköst. Marín Laufey 13/10 frák. Hallveig Jónsdóttir 12. Sandra Lind 11/8 frák. Sara Rún 10/11 frák. Ingunn Embla 10/6 frák/4 stoðs. Birna Ingibjörg 4/6 frák. Emelía Ósk 2. Bríet Sif 2. Elfa Falsdóttir 0. Lovísa Falsdóttir 0. Thelma Dís 0.