Keflvíkingar sigruðu KR
Það var ekki mikið undir í leik Keflvíkinga og KR í Domino's deild kvenna í gær. Keflvíkingar höfðu þegar tryggt sér þriðja sætið á meðan KR-ingar eru um miðja deild. Keflvíkingar höfðu 64-52 sigur í fremur bragðdaufum leik. Varnarleikur Keflvíkinga var sterkur í leiknum enda tókst gestunum aðeins að skora 52 stig. Hjá Keflvíkingum var Bryndís Guðmundsdóttir með enn eina tvennuna, 16 stig og 12 fráköst. Sara Rún skoraði svo 15 stig en tölfræðina má sjá hér að neðan.
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 16/12 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15, Diamber Johnson 13/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Sandra Lind Þrastardóttir 6/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/8 fráköst.