Miðvikudagur 20. mars 2002 kl. 22:23
Keflvíkingar sigruðu ÍA í Reykjaneshöll
Það voru fimm mörk skoruð í æfingaleik Keflvíkinga og ÍA sem fram fór í Reykjaneshöll í kvöld. Keflvíkingar sigruðu 3:2 með mörkum frá Guðmundi Steinarssyni, Adolfi Sveinssyni og Hafsteini Rúnarssyni.