Sunnudagur 6. júlí 2003 kl. 22:21
Keflvíkingar sigruðu í nágrannaslagnum
Keflavík sigraði Njarðvík 5:2 í kvöld í 1.deild karla. Þórarinn Kristjánsson og Magnús Þorsteinsson gerðu tvö mörk hvor og Jónas Sævarsson eitt fyrir Keflavík. Eyþór Guðnason og Sverrir Þór Sverrisson gerðu mörk Njarðvíkinga.Keflavík er komið með 21 stig í efsta sæti 1.deildar.