Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sigruðu í hörku nágrannaslag
Brittanny Dinkins var stigahæst í leiknum.
Sunnudagur 17. desember 2017 kl. 18:23

Keflvíkingar sigruðu í hörku nágrannaslag

Keflvíkingar mættu í Ljónagryfjuna í gær og kepptu við lið Njarðvíkur í Domino´s deild kvenna. Leikurinn endaði 73-80 fyrir Keflvíkingum.

Leikurinn var gríðarlega spennandi en lítill munur var á milli liða í fyrri hálfleik og staðan 16-17 eftir fyrsta leikhluta. Þegar dómarar flautuðu til hálfleiks var staðan 32-40. Njarðvíkingar misstu aðeins tökin í þriðja leikhluta en gáfu meira í í þeim síðasta. Það dugði þó ekki til og Keflvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæst í liði Njarðvíkinga var Shalonda R. Winton en hún var með 25 stig, 18 fráköst og 5 stoðsendingar. María Jónsdóttir var með 13 stig og 9 fráköst og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir var með 11 stig og 5 fráköst.

Í liði Keflvíkinga var Brittanny Dinkins stigahæst en hún var með 29 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir var með 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Irena Sól Jónsdóttir og Erna Hákonardóttir voru allar með 8 stig.

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir.