Keflvíkingar sigruðu fyrsta grannaslaginn
Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík, 72-77, í Lengjubikar kvenna í körfubolta í gær. Keflvíkingar leiddu með 10 stigum í hálfleik. Grindvíkingar voru betri aðilinn í síðari hálfleik en tókst þó ekki að vinna upp forskot Keflvíkinga. Hjá Keflvíkingum átti Sara Rún Hinriksdótir stórleik, en hún skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Grindvíkngum var það fyrrum Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir sem fór á kostum, hún skoraði 31 stig og tók 15 fráköst. Með sigrinum hafa Keflvíkingar tryggt sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Tölfræðin:
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 31/15 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 9/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/7 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Hallveig Jónsdóttir 9, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 5/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Elfa Falsdottir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.