Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar sigruðu fyrsta grannaslaginn
María Ben átti stórleik.
Föstudagur 19. september 2014 kl. 10:12

Keflvíkingar sigruðu fyrsta grannaslaginn

Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík, 72-77, í Lengjubikar kvenna í körfubolta í gær. Keflvíkingar leiddu með 10 stigum í hálfleik. Grindvíkingar voru betri aðilinn í síðari hálfleik en tókst þó ekki að vinna upp forskot Keflvíkinga. Hjá Keflvíkingum átti Sara Rún Hinriksdótir stórleik, en hún skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Grindvíkngum var það fyrrum Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir sem fór á kostum, hún skoraði 31 stig og tók 15 fráköst. Með sigrinum hafa Keflvíkingar tryggt sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Tölfræðin:

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 31/15 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 9/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/7 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 11, Hallveig Jónsdóttir 9, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Lovísa Falsdóttir 5/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Elfa Falsdottir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.