Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar sigruðu eftir framlengingu og tryggðu Njarðvík sæti í úrslitakeppninni
Fimmtudagur 22. mars 2012 kl. 20:52

Keflvíkingar sigruðu eftir framlengingu og tryggðu Njarðvík sæti í úrslitakeppninni




Keflvíkingar sigrðu Fjölnismenn eftir framlengingu á útivelli í Iceland Express-deild karla í körfubolta nú rétt í þessu, 98-99. Með sigrinum tryggðu Keflvíkingar sæti granna sinna úr Njarðvík í úrslitakeppninni en Njarðvíkingar töpuðu gegn Tindastól með einu stig í Síkinu fyrir norðan. Njarðvíkingar þurftu að treysta á að Keflvíkingar sigri Fjölni annars færu lærisveinar Örvars Kristjánssonar í Fjölni í úrslitakeppnina á kostnað Njarðvíkinga.

Lokatölur urðu 81-79 Tindastól í vil og sigurstigin komu í blálokin þegar að Spiller setti niður tvö vítaskot en skömmu síðar hafði Travis Holmes jafnað leikinn með þriggja stiga körfu.

Nánar síðar.

Stig Njarðvíkur

Njarðvík: Cameron Echols 26/12 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Travis Holmes 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7, Maciej Stanislav Baginski 5, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Páll Kristinsson 2/7 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 0.

Stig Keflvíkinga

Keflavík: Jarryd Cole 37/19 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 28/5 stolnir, Charles Michael Parker 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar H. Stefánsson 6, Halldór Örn Halldórsson 5/4 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Valur Orri Valsson 3/8 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 2, Andri Daníelsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Sigurður Friðrik Gunnarsson 0.

Mynd: Magnús Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu og fékk villu að auki þegar leikurinn var að renna sitt skeið og með þessari körfu mætti segja að hann hafi tryggt Njarðvíkingum farseðilinn í úrslitakeppnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024