Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sigra í Röstinni
Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 17:26

Keflvíkingar sigra í Röstinni

Keflvíkingar eru í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Grindavík í Powerade-bikar karla í körfuknattleik.

Keflavík hrósaði sigri, 87-97, eftir að hafa haft frumkvæðið lengst af.

Zlatko Gocevski, sem hefur verið gagnrýndur fyrir misjafna frammistöðu sína með Keflavíkurliðinu það sem af er vetri, opnaði leikinn með tveimur körfum og Keflvíkingar virkuðu sínu léttari, sérstaklega í sóknarleiknum, en Grindvíkingar voru ekki langt á eftir. Þeir voru komnir með forystu, 21-18, eftir fyrsta leikhluta, en eftir það tóku Keflvíkingar aftur við stjórninni.

Staðan í hálfleik var 46-53 fyrir gestina og 69-73 fyrir síðasta fjórðunginn. Leikurinn var spennandi allt fram á lokasprettinn en þá sigu Keflvíkingar framúr og fara því með 10 stiga forskot í seinni leikinn sem fer fram annað kvöld.

Jeremiah Johnson var stigahæstur heimamanna með 22 stig. hann var með góða nýtingu úr 2ja stiga skotum, en langskotin og vítin voru ekki að ganga upp hjá honum. Páll  Axel Vilbergsson kom honum næstur með 20 stig og tók auk þess 10 fráköst, en Páll Kristinsson og Guðlaugur Eyjólfsson komu næstir með 18 stig hvor.

AJ Moye átti góðan leik fyrir Keflavík og skoraði 31 stig og tók 10 fráköst. Gocevski átti afar góðan leik og skoraði 19 stig. Þá var hann að nýta skot sín vel. Magnús Gunnarsson og Arnar Freyr Jónsson voru með 13 stig hvor.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024