Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar semja við ungviðið
Á myndinni eru piltarnir með Kjartani Steinarssyni varaformanni Knattspyrnudeildar, Hauki Benedikssyni þjálfara 2. flokks karla og Smára Helgasyni, formanni unglingaráðs.
Föstudagur 7. júní 2013 kl. 10:21

Keflvíkingar semja við ungviðið

Skrifað var undir samningana við fimm unga Keflvíkinga í fótboltanum í félagsheimilinu við Sunnubraut en þeir sem gerðu samninga að þessu sinni voru þeir Arnór Svansson, Bergþór Ingi Smárason, Einar Þór Kjartansson, Jón Tómas Rúnarsson og Leonard Sigurðsson. Arnór og Bergþór eru fæddir árið 1994 en Einar, Jón og Leonard árið 1996 en þessir piltar leika allir með 2. flokki. Það hefur verið stefna Knattspyrnudeildar Keflavíkur að gera leikmannasamninga við unga leikmenn félagsins og á dögunum bættust fimm í hópinn. Þess má geta að nú eru tíu leikmenn 2. flokks Keflavíkur með leikmannsamning við félagið.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024