Keflvíkingar semja við sjö leikmenn
Sjö leikmenn kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta skrifuðu undir leikmannasamninga við félagið. Um er að ræða leikmenn í meistaraflokki og 2. flokki og eru samningarnir allir til tveggja ára. Gunnar Magnús Jónsson var ráðinn þjálfari kvennaliðsins í haust og er mikill hugur í honum og leikmannahópnum fyrir komandi leiktíð. Keflavík mun leika í 1. deildinni næsta sumar eins og undanfarin ár en liðið lék síðast í efstu deild árið 2009. Frá þessu er greint á heimasíði félagsins.
Leikmennirnir sem skrifuðu undir samninga að þessu sinni eru þær Anita Lind Daníelsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Eva Lind Daníelsdóttir, Kristrún Ýr Holm, Ólöf Stefánsdóttir, Sólveig Lind Magnúsdóttir og Una Margrét Einarsdóttir.