Keflvíkingar semja við erlendan leikmann
Lék í Eistlandi á síðustu leiktíð - valinn af LA Lakers í nýliðavalinu 2011
Keflvíkingar hafa samið við bandaríska leikmanninn Chu Maduabum. Það er mbl.is sem greinir frá.
Chu þessi er 207 cm hár miðherji sem hefur reynt fyrir sér víða og var meðal annars valinn af Los Angeles Lakers í nýliðavali NBA deildarinnar árið 2011 en var skipt til Denver Nuggets sem létu hann svo fara áður en tímabilið hófst og spilaði hann því aldrei leik í NBA deildinni.
Maduabum lék í Eistlandi á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 7,6 stig og tók 5,1 frákast að meðaltali í leik.