Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar semja við efnilegan tveggja metra strák
Miðvikudagur 20. júní 2012 kl. 14:41

Keflvíkingar semja við efnilegan tveggja metra strák



Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gert samning við Snorra Hrafnkelsson um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Snorri er uppalinn hjá Breiðablik en kappinn er 18 ára og 200 cm að hæð, sem gerir honum kleift að spila bæði í stöðu kraftframherja sem og miðherja. Fré þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur.

Á síðasta tímabili lék Snorri með Breiðablik í 1. deildinni þar sem hann skoraði 8,5 stig og tók 3,6 fráköst að meðaltali í leik. Keflvíkingar fengu aðeins að kynnast Snorra á síðasta tímabili en hann fór mikinn gegn drengjaflokki félagsins þegar Keflavík og Breiðablik mættust í 4-liða úrslitum Íslandsmótsins. Þar skoraði Snorri 29 stig, tók 13 fráköst og varði 7 skot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024