Keflvíkingar sektaðir vegna punghöggs Þorvaldar
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í vikunni voru Keflvíkingar sektaðir um 75.000 vegna atviks sem átti sér stað í leik gegn HK í 1. deild karla í fótbolta. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Keflvíkinga átti þá að hafa gefið þjálfara HK hnefahögg í punginn.
Þorvaldur gerði lítið úr atvikinu þegar hann var spurður um ákvörðun Klöru Bjartmarz að vísa málinu til nefndarinnar. „Það er bara hennar ákvörðun. Henni vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast erlendis. Ég gerði ekkert af mér og þetta er bara búið og gert. Ég hef ekkert meira um það að segja,“ sagði Þorvaldur í viðtali við Fótbolta.net.