Keflvíkingar sátu eftir en UMFN og UMFG komust í 8-liða úrslit
Karfan er komin á fleygiferð og í gærkvöldi var ljóst hvaða lið mætast í Lengjubikarkeppninni í körfubolta. Keflavík komst ekki í 8-liða úrslit en Njarðvík og Grindavík náðu því.
Í síðustu umferðinni í riðlakeppninni vann Grindvík KFÍ106-66 og Njarðvík vann Snæfell 85-84. Þá vann Keflavík Tindastól 89-88 en bæði liðin auk FS-u voru jöfn að stigum í B-riðli. Keflavík var með lakasta stigahlutfallið og situr því eftir.
Í 8-liða úrslitum mætast:
Grindavík - Stjarnan
FSu - Njarðvík
Þór Þorlákshöfn - Tindastóll
Haukar - KR
Leikirnir fara fram 29. sept.