Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar rúlluðu yfir Hamar
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 21:45

Keflvíkingar rúlluðu yfir Hamar

Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Hamarsmenn í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld. Þeir höfðu 111-64 sigur á heimavelli sínum þar sem Charlie Parker var stigahæstur Keflvíkinga með 27 stig. Næstur honum var Jarryd Cole með 16 stig og 12 fráköst. Ungu strákarnir voru líka sprækir í kvöld en Ragnar Albertsson var með 11 stig og 5 fráköst, Valur Orri Valsson var með 10 stig og Hafliði Már Brynjarsson skilaði 9 stigum í hús.



Myndir Hilmar Bragi: Charlie Parker var illviðráðanlegur í kvöld en eins og sjá má á efri myndinni þá var öllum ráðum beitt til þess að stoppa hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024