Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar rótburstuðu Þórsara
Sunnudagur 6. desember 2015 kl. 22:13

Keflvíkingar rótburstuðu Þórsara

Keflvíkingar léku sér að Þórsurum þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag í TM-höllinni. Keflvíkingar unnu með 51 stiga mun, 107-56 þar sem 11 Keflvíkingar komust á blað. Þórsarar sem leika í 1. deild sáu aldrei til sólar í leiknum sem var algjörlega eign heimakvenna.

Thelma Dís Ágústsdóttir var nærri því að skila þrennu fyrir Keflvík en hún skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir og Melissa Zorning skoruðu báðar 17 stig fyrir Keflvíkinga í leiknum.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024