Keflvíkingar reyndu að fá Björgólf
Keflvíkingar reyna nú að styrkja sig fyrir lokaátökin í Pepsi deild karla. Í samtali við Víkurfrétir staðfesti Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar að Keflvíkingar hefðu óskað eftir kröftum framherjans Björgólfs Takefusa. Björgólfur sem ekki hefur verið að spila en hann yfirgaf Valsmenn fyrr í sumar. Framherjinn ræddi við Keflvíkinga en var ekki tilbúinn að ganga til liðs við þá að svo stöddu. Þorsteinn sagði ennfremur að Keflvíkinga séu nú að leita sér að framherja en ekkert sé frágegnið í þeim málum. Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti í kvöld og því er ljós að Keflvíkingar verða að hafa hraðar hendur.
Einnig munu Keflvíkingar hafa rætt við Stjörnumenn um að fá markmanninn Arnar Darra til Keflavíkur en ekkert varð úr því.