Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 27. september 2002 kl. 22:38

Keflvíkingar Reykjanesmeistarar

Keflavík sigraði Njarðvík, 99:89, í úrslitaleik Reykjanesmótsins í körfuknattleik sem fram fór í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar voru miklu sterkari aðilinn allan leikinn og sigur þeirra var mun öruggari en tölur leiksins gefa til kynna þar sem þeir gáfu nokkuð eftir í síðasta fjórðungi. Staðan í hálfleik var 31:53, Keflvíkingum í hag.Dómarar leiksins voru í miklum ham og dæmdu 67 villur á bæði lið, 28 villur á heimaliðið og 39 á gestina sem verður að teljast nokkuð mikið þar sem leikurinn var alls ekki grófur en þess má til gamans geta að Njarðvíkingar skoruðu 29 stig af vítalínunni.

Hjá Keflvíkingum lék Guðjón Skúlason mjög vel og skoraði 24 stig og Damon Johnson kom næstur með 22 stig en aðrir voru með minna. Stigahæstur heimamanna var Halldór Karlsson með 21 stig en hinir skiptu stigunum nokkuð jafnt á milli sín, Guðmundur Jónsson var með 14 stig, Friðrik Stefánsson með 10 stig, Ragnar Ragnarsson með 11 stig en aðrir voru með minna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024