Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar ráða erlendan þjálfara
Miðvikudagur 22. maí 2013 kl. 22:44

Keflvíkingar ráða erlendan þjálfara

Andy Johnston tekur við karla- og kvennaliði Keflavíkur

Keflavík hefur gengið frá samningi við Andy Johnston um að þjálfa karla- og kvennalið félagsins í körfubolta næstu tvö árin. Andy er 48 ára Bandaríkjamaður sem hefur mikla reynslu sem þjálfari en síðastliðin fimm ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá St. Francis College í NCAA í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Tímabilið 2007-2008 þjálfaði hann lið PUHU í 1. deildinni í Finnlandi við góðan orðstír en vegna fjárhagsörðugleika hélt hann ekki áfram með liðið. Fram að tímabilinu í Finnlandi þjálfaði hann hjá hinum ýmsu háskólum í Bandaríkjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásamt því að þjálfa meistaraflokka félagsins mun Andy aðstoða við þjálfun hjá yngri iðkendum félagsins og miðla reynslu sinni inn í unglingastarfið. Þá mun hann vera öðrum þjálfurum félagsins til halds og trausts.