Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar óstöðvandi
Keflavík fagnaði sigrinum vel og innilega að leik loknum. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 2. nóvember 2022 kl. 23:28

Keflvíkingar óstöðvandi

Það var hart barist í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mættust í Subway-deild kvenna. Gestirnir úr Keflavík náðu að byggja upp tólf stiga forystu í fyrri hálfleik (32:44) en ljónynjurnar úr Njarðvík gáfust ekki upp og unnu upp muninn í þeim seinni. Fjórði leikhluti var hörkuspennandi og Njarðvík jafnaði í 66:66 en Keflavík var sterkara á lokasprettinum og hafði sjö stiga sigur að lokum (73:80).
Grindvíkingar gerðu einnig góða ferð í Grafarvoginn þar sem þær unnu góðan sigur á Fjölni (80:84). Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti og náði mest fimmtán stiga forystu (22:37). Heimakonur söxuðu á forskotið en Grindavík lét forystuna aldrei af hendi og vann annan leikinn sinn í deildinni í röð.

Njarðvík - Keflavík 73:80

(15:21, 17:23, 24:15, 17:21)
Daniela Wallen átti stórgóðan leik í kvöld þar sem hún var með 23 stig, átta fráköst, fimm stoðsendingar og sex stolna bolta. Hér reynir nýjasti leikmaður Njarðvíkur, Isabella Ósk Sigurðardóttir, að stöðva Wallen án árangurs.
Raquel Laneiro var stigahæst Njarðvíkinga með 25 stig. Hér stelur hún boltanum af Karina Konstantinova og skoraði í kjölfarið.

Njarðvík: Raquel De Lima Viegas Laneiro 25, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/4 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 5/6 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Lavinia Joao Gomes Da Silva 4, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/10 fráköst, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 18/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 13, Eygló Kristín Óskarsdóttir 5/10 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Birna Valgerður Benónýsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Ljónagryfjunni í kvöld. Myndasafn með fleiri myndum úr leiknum verður birt á vf.is í fyrramálið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölnir - Grindavík 80:84

(12:21, 15:16, 32:26, 21:21)
Danielle Rodriguez heldur áfram að leiða Grindvíkinga. Hún var með 27 stig gegn Fjölni auk þess að taka fjögur fráköst og eiga sjö stoðsendingar. Mynd úr safni Víkurfrétta

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 27/4 fráköst/7 stoðsendingar, Elma Dautovic 17/13 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 11, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 10, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 8/7 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 7, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Sigurbjörg Eiríksdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.