Keflvíkingar ósigraðir á toppi 1. deildarinnar
Keflavíkurstúlkur þurftu ekki að sýna sínar bestu hliðar til að leggja ÍS að velli í Sláturhúsinu í gær. Lokatölur voru 73-53 og meistararnir eru enn ósigraðir á toppi 1. deildarinnar.
Framan af leik var jafnræði með liðunum þar sem Keflavík var að missa allt of mikið af boltum í sókninni. Liðin skiptust á að hafa forystuna allt til loka fyrri hálfleiks þegar Keflavík skoraði síðustu 10 stigin og náði góðri forystu, 36-27.
ÍS náði að klóra í bakkann í 3. leikhluta og staðan fyrir síðasta leikhluta var 55-49 fyrir heimastúlkur. Þá settu þær í lás í vörninni og ÍS skoraði ekki eitt einasta stig fyrr en 3 mínútur lifðu af leiknum. Þær bættu tveimur stigum við þegar úrslitin voru löngu ráðin og Keflavíkursigur var staðreynd.
Eins og oft áður var Reshea Bristol í fararbroddi hjá Keflavík og náði „þrefaldri tvennu“, þ.e. 27 stigum, 11 fráköstum og 10 stolnum boltum. Þá var þessi snjalli leikmaður einni stoðsendingu frá því að ná fernu.
Hjá ÍS voru landsliðskonurnar Alda Leif Jónsdóttir og Signý Hermannsdóttir allt í öllu það sem Alda gerði 17 stig og Signý bætti um betur með 25 stig og 17 fráköst.
„Við vorum langt frá okkar besta í sókninni í kvöld þar sem við vorum að gera allt of mikið af klaufamistökum,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur í leikslok. „Við vorum samt að berjast og leggja okkur fram. Það má segja að leikurinn hafi ekki verið sérstakur, en sigurinn var góður!“
Tölfræði leiksins
VF-myndir/Þorgils Jónsson