Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar öruggir í Pepsi-deild eftir stóran sigur á Gróttu
Keflvíkingar fagna eftir leikinn fyrir framan stúkuna. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 7. september 2017 kl. 21:24

Keflvíkingar öruggir í Pepsi-deild eftir stóran sigur á Gróttu

Keflvíkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á næsta ári með öruggum sigri á Gróttu á Nettóvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 fyrir heimamenn eftir að staðan var 0-0 í hálfleik.
Fyrri hálfleikur var daufur og í raun slakur hjá efsta liði deildarinnar. Það kom hins vegar allt annað lið inn á völlinn í síðari hálfleik. Keflvíkingar yfirspiluðu Gróttu og fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 78. mín. þegar Jeppe Hansen skoraði sitt 15. mark í sumar. Hann fékk boltann inni í teig sótti til vinstri og náði að skora úr þröngri stöðu.

Hinn ungi Leonard Sigurðsson var í byrjunarliðinu og bætti við marki skömmu síðar. Vann boltann inni í teig Gróttu og skaut góðu skoti sem endaði í markinu. Þriðja markið kom svo frá leikreyndasta manni liðsins, Hólmari Erni Rúnarssyni. Hann fékk boltann rétt utan við miðjan teig Gróttu. Tók boltann og skaut eða vippaði yfir markvörð Gróttu, 3-0. Alger banabiti fyrir gestina sem sáu ekki til sólar í síðari hálfleik.

Sjónvarp Víkurfrétta sýndi leikinn beint á Facebook síðu VF og eftir leikinn voru þeir Hólmar, Sindri markvörður og Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur í viðtali hjá Páli Ketilssyni og Hilmar B. Bárðarsyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með fréttinni er líka myndasafn úr leiknum.

Jeppe Hansen kom Keflvíkingum á bragði með góðu marki. Hér er hann að leika á varnarmann Gróttu. Stuttu síðar lá boltinn í markinu.

Leonard Sigurðsson skoarar hér annað mark heimamanna.

Hólmar Örn fagnar þriðja marki Keflavíkur sem hann skoraði á skemmtilegan hátt.

Keflavík-Grótta - Inkasso deild