KEFLVÍKINGAR OG GRINDVÍKINGAR FERSKIR Í 3 STIGA SKOTUNUM
Keflvíkingar héldu efsta sætinu með öruggum sigri á Sauðkræklingum 111-88. Munurinn á liðunum fólst í Fal Harðar (34) Keflvíking sem átti frábæran dag ásamt útlendingum beggja liða Damon Johnson (39, 13 frák., 4 stoðs.) og John Woods (41, 22 frák.) sem kvittuðu hvorn annan út í annars hröðum og skemmtilegum leik sem einkenndist af góðri hittni Keflvíkinga í þriggja stiga skotum.Njarðvíkingar lentu í vandræðum með vængbrotna en vel spilandi og þolinmóða Akurnesinga en náðu loks tökum á leiknum og sigruðu örugglega 73-95. Enginn bar af öðrum fremur meðal njarðvískra og leikurinn allur bar þess merki að leikmenn beggja liða efuðust aldrei hvoru liðinu félli sigurinn í skaut. Dýrt að eyða dýrmætum sjónvarpstíma í leik sem þennan. Grindvíkingar einir sigruðu lið sem statt var fyrir ofan þá í töflunni er þeir lögðu spútniklið Snæfellinga næsta auðveldlega 113-91 en Snæfellsliðið hefur ekki verið þekkt af miklum styrkleik á útivelli. Grindvíkingar reyndust, eins og Keflvíkingar, heitir utan þriggja stiga línunnar með þá Páll Axel (31, 7 frák.) og Herbert (22, 5 stoðs.). Þá stóð Spánverjinn, óvænti, David Navalon (15) sig vel í stöðu leikstjórnanda eftir að Peeples varð fyrir einhverju hnjaski.