Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar númeri of litlir fyrir KR-inga
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar hans í Keflavík eru komnir í sumarfrí. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 21:38

Keflvíkingar númeri of litlir fyrir KR-inga

Töpuðu seríunni 0-3

KR-ingar voru of sterkir fyrir Keflvíkinga í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 64-85 og KR vann einvígið 3-0.

Leikurinn var jafn í byrjun og allan fyrri hálfleikinn. Keflvíkingar náðu að hanga í þeim röndóttu þrátt fyrir að hittnin utan af velli væri ekki nógu góð, til dæmis mjög slök í þristum og það allan leikinn. KR var tvö stig yfir í hálfleik 49-51.

Gestirnir byrjuðu með látum í þriðja leikhluta á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Keflvíkingar gerðu hvað þeir gátu en máttu sín lítils gegn sterkum KR-ingum sem sýndu allar sínar bestu hliðar en heimamenn voru slakir í seinni hálfleik. Sigur KR-ingar var verðskuldaður en þeirra reynsluboltar komu gríðarlega sterkir inn í þessum leikjum, leikmenn eins og Pavel Ermolinski og Jón Arnór Stefánsson.

Í stuttu máli vantaði meira framlag frá fleiri leikmönnum Keflvíkur í þessari seríu við KR, breiddin einfaldlega of lítið, og í þessum þriðja leik var þrista-þurrð á meðan boltinn fór ofan í Keflavíkurkörfuna hvað eftir annað frá KR-ingum.
Keflvíkingar voru komnir með aðra hönd á sigurinn í fyrsta leiknum og það er ljóst að hefði þeim tekist að klára dæmið þá er ekki gott að segja hvað hefði gerst í framhaldinu. Alla vega hefðu leikirnir orðið fjórir en á heildina litið var KR samt miklu betra lið í leikjum 2 og 3 og því fór sem fór.

Keflavík-KR 64-85 (19-18, 20-23, 15-20, 10-24)

Keflavík: Michael Craion 26/11 fráköst/5 stoðsendingar, Mindaugas Kacinas 13/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Orrason 3, Reggie Dupree 3, Magnús Þór Gunnarsson 3, Elvar Snær Guðjónsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Magnús Már Traustason 0, Guðmundur Jónsson 0.

Með fréttinni er myndasafn úr leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það ar þristaþurrð hjá Keflavík en Magnús Gunnarsson mætti með einn í lokin.

Stuðningsmenn Keflavíkur eiga þakkir skildar og stóðu sig mun betur en liðið.


 

Keflavík-KR í 8-liða úrslitum Domino's 2019