Keflvíkingar niður á jörðina
Keflvíkingar fóru niður í fimmta sæti í 1. deild kvenna í fótboltanum eftir 1-0 tap gegn Fjölni á útivelli á sunnudag. Ósigurinn kom Keflvíkingum niður á jörðina eftir 12-1 sigur í umferðinni á undan gegn Gróttu. Aðeins eru tvær umferðir eftir í deildinni og eiga Keflvíkingar litla möguleika á því að næla sér í annað af tveimur efstu sætunum. Grindvíkingar eru í efsta sæti og hafa þegar tryggt sig í umspil um sæti í úrvalsdeild.