Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. mars 2001 kl. 09:08

Keflvíkingar negldu Hamarsmenn

Tvö lið tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit EPSON-deildarinnar um helgina, Keflvíkingar gjörsigruðu Hamarsmenn frá Hveragerði 103-69 og 62-106 í tveimur ójöfnum viðureignum. Guðjón Skúlason heldur áfram að setja niður þrista á geigvænlegum hraða, 7 í fyrri leiknum og 10 í þeim seinni. Endurkoma Fals Harðarsonar markaði upphafið að endi fyrri leiksins en með innkomu hans jókst hraðinn til muna og Keflvíkingar skildu Hvergerðinga eftir á sokkaleistunum, breyttu stöðunni úr 12-16 í 30-16 og leikurinn gott sem búinn. Í seinni leiknum var Gaui ekkert að bíða eftir Fal heldur vann fyrri hálfleikinn upp á eigin spýtur, 26-27, en staðan í hálfleik var 26-55 teljum við stig samherja Guðjóns einnig. Seinni hálfleikurinn var, eins og í fyrri leiknum, leikur kattarins að músinni og lokatölur 62-106.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024