Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar nálgast toppinn
Miðvikudagur 28. janúar 2015 kl. 21:19

Keflvíkingar nálgast toppinn

Sigruðu Snæfell öðru sinni í vetur

Það voru Keflvíkingar sem tóku toppslag Domino's deildar kvenna í körfubolta, þegar þær báru sigurorð af toppliði Snæfells á heimavelli sínum, TM-höllinni. Lokatölur 85-72, í leik þar sem Keflvíkingar höfðu undirtökin nánast allan leikinn. Keflavíkurkonur leiddu með tíu stigum í hálfleik, en baráttuglaðir Hólmarar gáfust aldrei upp og voru sífellt líklegir til þess að valda Suðurnesjastúlkum vandræðum. Undir handleiðslu Carmen Tyson-Thomas, sem skoraði 34 stig í leiknum, náðu Keflvíkingar þó að hrista meistarana af sér og landa flottum sigri.

Með sigri Keflvíkinga munar nú aðeins tveimur stigum á liðunum. Snæfell hefur aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni, en í bæði skiptin voru Keflvíkingar andstæðingarnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Snæfell 85-72 (21-21, 27-17, 18-18, 19-16)

Tölfræðin hjá Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 34/14 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 1/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.

Carmen Tyson-Thomas átti stórkostlegan leik. 34 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolnir boltar.