Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar nálgast niðurstöðu í þjálfaramálum
Þriðjudagur 14. desember 2004 kl. 14:50

Keflvíkingar nálgast niðurstöðu í þjálfaramálum

Búist er við því að Keflvíkingar gangi frá sögunni endalausu, sem hefur verið í kringum þjálfaramál liðsins síðustu mánuði, á næstu dögum.

Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, sagði málin á viðkvæmum tíma í augnablikinu. „Þetta hefur auðvitað tekið allt of langan tíma, en við erum bjartsýnir á að geta lokið þessum málum fljótlega, en það er þó aldrei í hendi fyrr en búið er að skrifa undir samninga.“

Rúnar vildi ekki tjá sig um það hverja þeir eru að ræða við á lokasprettinum en sagði þá vinna hörðum höndum við að ljúka málinu. „Ég get samt lofað þér því að það verður ekki í dag.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024