Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar meistarar meistaranna
Mynd úr safni.
Sunnudagur 6. október 2013 kl. 21:58

Keflvíkingar meistarar meistaranna

Keflvíkingar eru meistarar meistaranna í körfubolta kvenna eftir 77-74 sigur gegn Valskonum. Íslandsmeistarar Keflavíkur höfðu sigur á heimavelli sínum en leikurinn var jafn og spennandi allt til loka. Þegar þriðja leikhluta lauk voru gestirnir frá Hlíðarenda yfir með fjórum stigum en Keflvíkingar skelltu í lás í vörninni í lokaleikhlutanum. Þær náðu að halda Valskonum í tíu stigum í leikhlutanum og tryggja sér þar með sigur.

Nýr erlendur leikmaður Keflvíkinga, Porsche Landry skoraði 18 stig í leiknum en Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með 14 sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá tölfræði leiksins.

Keflavík: Porsche Landry 18/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10, Lovísa Falsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3.

Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10, Jaleesa Butler 9/18 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 8/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/6 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 5, Ragnheiður Benónísdóttir 4, María Björnsdóttir 2.