Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar með sýningu - þriðja tap UMFN í röð
Keflvíkingar eru ógnar sterkir og unnu enn einn sigurinn. VF-mynd/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 7. febrúar 2021 kl. 21:14

Keflvíkingar með sýningu - þriðja tap UMFN í röð

Keflvík sýndu allar sínar bestu hliðar í stórsigri á Tindastóli en Njarðvíkingar töpuðu þriðja leiknum í röð í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkinga eru á toppi deildarinnar.

Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og sýndu Króksurum af hverju þeir eru í efsta sæti deildarinnar. Lýsendur Stöðvar 2 sport sögðu að þeir hefðu verið með sýningu og undir það er hægt að taka, sérstaklega í síðari hálfleik þegar Stólarnir voru á löngum köflum eins og áhorfendur. Þristar komu í löngum bunum frá mörgum leikmönnum Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flestir leikmenn Keflavíkur léku vel en þeir voru leiddir áfram af leikstjórn Harðar Axels Vilhjálmssonar sem átti frábæran leik. Hann skoraði 16 stig og Dominikas Milka var með 23 stig og 15 fráköst og mjög góður að vanda sem og Calvin Burks sem var með 21 stig og 9 fráköst. Keflvíkingar frumsýndu nýjan leikmann „fjarka“, Max Montana og hann lofar góðu. 

Keflavík-Tindastóll 107-81 (23-22, 25-17, 28-17, 31-25)

Keflavík: Dominykas Milka 23/15 fráköst, Calvin Burks Jr. 21/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/4 fráköst/14 stoðsendingar, Deane Williams 16/9 fráköst, Max Montana 13, Valur Orri Valsson 7, Reggie Dupree 5, Ágúst Orrason 3, Arnór Sveinsson 3, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0

Njarðvíkingar sáu aldrei til sólar fyrir norðan gegn heimamönnum í Þór sem leiddu 55-29 í hálfleik. Ljónin úr Njarðvík náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit og skoruðu ekki nema 68 stig gegn 90 hjá Þór. Antonio Hester var stigahæstur hjá Njarðvík með 12 stig.

Þór Akureyri-Njarðvík 90-68 (24-14, 31-15, 19-15, 16-24)

Njarðvík: Antonio Hester 12/13 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 10, Logi  Gunnarsson 9, Rodney Glasgow Jr. 9, Jón Arnór Sverrisson 8/5 fráköst, Adam Eidur  Asgeirsson 7, Kyle Johnson 4/5 fráköst, Mario Matasovic 4, Ólafur Helgi Jónsson 4, Bergvin Einir Stefánsson 1, Baldur Örn Jóhannesson 0/4 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0.