Keflvíkingar með stjörnunum á HM í Barcelona
Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Keflavík er þessa dagana í æfingaferð í bænum Lloret de mar á Spáni. Þar hafa þær verið við æfingar fyrir komandi tímabil í Domino's deild kvenna. Í gær gerðu stelpurnar sér ferð til Barcelona þar sem þær skelltu sér á leik Bandaríkjanna og Litháen í HM í körfubolta. Margar stórstjörnur voru í höllinni þegar leikurinn fór fram en þeirra á meðal var brasilíska undabarnið Neymar sem leikur með liði Barcelona í fótboltanum.
	
		Heyrðu Neymar labbaði bara framhja mer i gær
	— Elfa Falsdóttir (@elfafals) September 12, 2014

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				