Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 3. júlí 2001 kl. 09:47

Keflvíkingar með 13 stig

Keflvíkingar komu sér upp í 4. sæti í Íslandsmótinu þegar þeir unnu Breiðablik 4-2 í Kópavogi á mánudag. Gunnar Oddson skoraði fyrsta mark liðsins á 17. mínútu eftir aukaspyrnu frá Zoran Daníel Ljubicic. Stuttu seinna var Guðmundur Steinarsson á réttum stað á réttum tíma og skoraði auðveldlega hjá Blikunum. Hólmar Rúnarsson skoraði síðan þriðja mark Keflvíkinga á 38. mínútu. Blikarnir komu síðan sterkir inn í seinni hálfleik og minnkuðu muninn fljótlega. En það dugði þó ekki til því á 78. mínútu var Guðmundur Steinarsson enn á ferð og skoraði skallamark hjá Blikunum eftir góða fyrirgjöf frá Zoran Daníel Ljubicic. Nokkrum mínútum fyrir leikslok náðu Blikarnir aftur að minnka muninn. Keflvíkingar eru nú í 4. sæti símadeildarinnar með jafnmörg stig og Skagamenn og ÍBV eða 13. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fram 9. maí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024