Keflvíkingar mættu í hefndarhug
Keflavíkingar náðu að hefna fyrir tapið í bikarnum og unnu Tindastól 82-76 í gær á heimavelli í æsispennandi leik í deildinni.
Tindastóll byrjuðu mun betur og náðu snemma góðri forystu í leiknum en 1. leikhluti var í höndum gestanna.
Keflvíkingar komu til baka í öðrum leikhluta og þegar 13 mínútur voru liðnar af leiknum voru heimamenn komnir yfir 25-22. Leikurinn jafnaðist á 15. mínútu var staðan 31-31. Hörður Axel Vilhjálmsson tók góðan sprett hjá heimamönnum og skoraði 8 stig í röð. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur fékk á sig tæknivillu fyrir mótmæli þegar 27 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 45-39 fyrir heimamönnum.
Tindastóll klóraði í bakkann strax eftir leikhlé og þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 50-55 en þriðji leikhluti endaði 62-61.
Seinasti leikhlutinn var spennandi og mjög jafn. Bæði lið börðust af öllu afli og heyrðist mun meira í stuðningsmönnum Tindastóls. Þegar 26 sekúndur voru eftir af leiknum var Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, rekinn úr húsi fyrir að ýta Gunnari Einarssyni svo hann féll í gólfið. Helgi mun því eiga von á banni frá aganefnd KKÍ á næstu dögum.
Lokatölur voru 82-76 fyrir Keflavík og voru heimamenn vel að sigrinum komnir.
Stigahæstu menn.
Keflavík Lazar Trifunovic 27 stig og 11 fráköst.
Tindastóll Hayward Fain 22 stig og 11 fráköst.
Hörður Axel Vilhjálmsson frá Keflavík var með 10 stoðsendingar.
VF-Myndir/HilmarBragi
-
-
-
-
-
-
-