Keflvíkingar mæta Völsurum í úrslitum
Keflvíkingar munu leika til úrslita í Lengjubikar kvenna í körfubolta eftir að hafa unnið sigur á sigur á Haukum í undanúrslitum 94-83 í gær. Sara Rún Hinriksdóttir fór fyrir Keflvíkingum í nokkuð þægilegum sigri, en hún skoraði 26 stig og tók auk þess 8 fráköst. Systir hennar Bríet kom svo næst með 14 stig.
Keflvíkingar leika gegn Valskonum í úrslitum en þær sigruðu Snæfell í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitin verða leikin á laugardag klukkan 14:00.
Tölfræðin
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.