Keflvíkingar mæta HK í átta liða úrslitum
Í gær var dregið um hvaða lið myndu mætast í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Eftir frækinn sigur á KA í sextán liða úrslitum var Keflavík eitt liðanna í pottinum og drógust Keflvíkingar gegn HK á útivelli. Leikirnir fara fram dagana 10. og 11. september.
Leikirnir í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla:
ÍR - ÍA
Fylkir - Víkingur R.
Vestri - Valur
HK - Keflavík