Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar mæta Eyjamönnum í dag
Sunnudagur 21. ágúst 2011 kl. 13:55

Keflvíkingar mæta Eyjamönnum í dag

Keflvíkingar heimsækja Vestmannaeyinga í 16. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og flautað verður til leiks kl. 16:00.

Fyrir leikinn eru Keflvíngar í 7.-8. sæti deildarinnar með 17 stig en Eyjamenn eru hins vegar í toppbaráttunnu og eru í 2. sætinu með 29 stig.

Grindvíkingar taka á móti Víkingum á Grindavíkurvelli á morgun klukkan 18:00 en Grindvíkingar eru í 10. sæti með 16 stig á meðan Víkingar dvelja á botninum með 8 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024