Keflvíkingar lönduðu mikilvægum stigum - jafnt hjá Grindavík
Keflvíkingar uppskáru 1-0 sigur gegn Haukum á heimavelli sínum í kvöld þegar liðin mættust í Inkasso deild karla. Það var Frans Elvarsson sem skoraði eina mark leiksins og tryggði Keflvíkingum mikilvæg þrjú stig. Keflvíkingar eru nú sjö stigum frá KA sem er í öðru sæti deildarinnar, en níu stig eru í topplið Grindavíkur. Akureyringar eiga þó leik til góða á Suðurnesjaliðin.
Grindvíkingar urðu að láta sér nægja jafntefli gegn Selfyssingum á útivelli, niðurstaðan 1-1 þar sem Selfyssingar jöfnuðu metin í blálokin með vítaspyrnu. Alexander Veigar skoraði mark Grindvíkinga í leiknum en hann er nú markahæstur í deildinni með 11 mörk.
	
Frans nýtti tækifærið í byrjunarliðinu mjög vel í kvöld.

 
	
			

 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
												 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				