Keflvíkingar lögðu Hauka
Glopruðu næstum niður öruggu forskoti
Keflvíkingar báru sigurorð af Haukum í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld með 68 stigum gegn 63 í Hafnarfirði. Framan af leik leit út fyrir að Suðurnesjamenn ætluðu að kafsigla Hafnfirðinga en staðan í hálfleik var 29-43 Keflvíkingum í vil. Haukar komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og í fjórða leikhluta náðu þeir að stríða Keflvíkingum verulega. Að lokum sýndu Keflvíkingar af hverju þeir eru í öðru sæti deildarinnar og lönduðu sigri. Fallegt var það ekki, en sigur engu að síður.
Darrel Lewis skoraði mest Keflvíkinga í kvöld en hann var með 18 stig og 12 fráköst. Guðmundur Jónssson skoraði 16 stig og Ragnar Albertsson var með 8.
Haukar-Keflavík 63-68 (17-21, 12-22, 17-15, 17-10)
Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/12 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16/11 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 8, Michael Craion 7/12 fráköst, Gunnar Ólafsson 6/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 5/4 fráköst, Valur Orri Valsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Andri Daníelsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ólafur Geir Jónsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
Dómarar: Jón Bender, Georg Andersen, Gunnar Þór Andrésson