Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar lögðu Hamar
Sunnudagur 17. janúar 2016 kl. 12:29

Keflvíkingar lögðu Hamar

Grindvíkingar töpuðu stórt gegn Valskonum

Þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson vann sinn fyrsta sigur með Keflavíkurstúlkum þegar liðið lagði Hamar á útivelli. Lokastaðan 64:74 þar sem Keflvíkingar gerðu nánast út um leikinn í fyrsta leikhluta, sem þeir sigruðu með 21 stigi. Melissa Zorning skoraði 21 stig fyrir Keflvíkinga og Thelma Dís Ágústsdóttir bætti við 13.

Keflavík: Melissa Zornig 21/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/6 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/9 fráköst, Elfa Falsdottir 2

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar töpuðu gegn Valskonum að Hliðarenda 69:55 þar sem Whitney Frazier skoraði 20 stig. Grindvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir grönnum sínum í Keflavík sem dvelja sæti ofar.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 20/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9, Helga Einarsdóttir 2/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2/4 fráköst.