Keflvíkingar lögðu fram kæru
Kæra barst frá körfuknattleiksdeild Keflavíkur í gær mánudaginn 30. janúar til KKÍ. Kærðu þeir framkvæmd leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna en vafasamt atvik kom upp ílok leiks.
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir kæruna og var henni vísað frá vegna formgalla. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur þrjá sólarhringa til að skila inn nýrri og endurbættri kæru.
Á meðan svo er er það mat mótanefndar KKÍ að ekki sé hægt að setja á leik Njarðvíkur og Hauka í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna sem var áætlaður um næstu helgi.