Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar lögðu Fram í deildarbikarnum
Mánudagur 14. mars 2005 kl. 10:15

Keflvíkingar lögðu Fram í deildarbikarnum

Keflavík vann Fram 2-0 í Fífunni í deildarbikarnum í gær. Guðmundur Steinarsson skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu og kom Keflvíkingum í 1-0 og þannig var staðan í hálfleik. Ingvi Rafn Guðmundsson kom Keflvíkingum í 2-0 í síðari hálfleik og þar við sat. Jónas Guðni Sævarsson og Hörður Sveinsson léku ekki með Keflvíkingum í leiknum vegna meiðsla. Keflvíkingar eru taplausir í deildarbikarnum, hafa unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024