Keflvíkingar lögðu Augnablik
Eru í 2. sæti Lengjubikarsins
Keflavíkurkonur unnu 4-2 sigur á liði Augnabliks í Lengjubikarnum í knattspyrnu á mánudag. Mörk Keflvíkinga í leiknum skoruðu þær Anita Lind Daníelsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir og Sveindísi Jane Jónsdóttir en eitt markanna var sjálfsmark. Lið Augnabliks er einskonar varalið Breiðabliks, í liðinu eru m.a. nokkrar stelpur sem spila með yngri landsliðum Íslands og stelpur sem eru að banka á dyrnar hjá aðalliði Íslandsmeistara Breiðabliks.
Keflvíkingar sýndu mikinn karakter á lokamínútunum og unnu svo sannarlega fyrir stigunum þremur. Liðið er nú í 2. sæti riðilsins og eiga einn leik eftir gegn toppliði ÍR. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll mánudaginn 25. apríl. Frétt af Keflavik.is.