Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar leika til úrslita
Keflavíkurstúlkur fögnuðu vel í leikslok. VF-Myndir/JJK
Þriðjudagur 16. apríl 2013 kl. 20:44

Keflvíkingar leika til úrslita

Loks sigur á heimavelli

Keflvíkingar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir að þær sigruðu Val loks á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur urðu 78-70 í sveiflukenndum leik en fram að þessu hafði hvorugu liðinu tekist að vinna á heimavelli. Að þessu sinni tókst það hjá deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur sem eiga nú möguleika á að bæta þriðja bikarnum í safnið á árinu. Keflvíkingar mæta KR-ingum í úrslitum.

Hjá Keflvíkingum var Bryndís Guðmundsdótti atkvæðamest en hún skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði svo 20 stig. Keflavíkurstúlkur voru tíu stigum undir þegar síðasti leikhluti hófst en þær tóku þær rauðu í bakaríið þegar mest var undir og unnu fjórða leikhlutann með 18 stigum, lokatölur 78-70 í skemmtilegum leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínarsóttir fylgjast hér með Jaleesa Butler í liði Vals. Bryndís átti mjög góðan leik fyrir Keflavík í kvöld og skoraði 24 stig.

Videoviðtöl koma hér á eftir á vf.is

Keflavík-Valur 78-70 (18-16, 15-14, 11-24, 34-16)

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 24/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 16/7 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 11/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Sara Rún Hinriksdóttir 1/6 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.

Valur: Jaleesa Butler 21/13 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/15 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 12/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 7/7 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5, María Björnsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.


Birna Valgarðsdóttir í baráttunni í kvöld. Birna skoraði 11 stig og tók 9 fráköst.