Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar leika sína fyrstu leiki undir stjórn Guðjóns
Þriðjudagur 25. janúar 2005 kl. 10:50

Keflvíkingar leika sína fyrstu leiki undir stjórn Guðjóns

Keflavík mun leika sína fyrstu leiki undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar í vikunni. Á morgun miðvikudag 26. janúar leikur Keflavík við Aftureldingu í Reykjaneshöll og hefst leikurinn kl. 18.00 og á laugardagsmorgun koma Skagamenn í heimsókn og leikurinn hefst kl. 10.00, fyrir hádegi.

Fróðlegt verður að sjá hvernig liðinu reiðir af eftir stífar æfingar með Guðjóni, en Kristján Guðmundsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari, verður honum til aðstoðar.

Mynd1: Guðjón stýrir sínum mönnum á æfingu

Mynd2: Kristján og Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar handsala samninginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024